Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.

Skoða vefinn á Íslensku

Virkjaðu skapandi hugsun

image description
  • Dagsetning

    20. nóv til 5. des

  • Verð

    85.000 kr.

  • Fyrirkomulag

    Staðnám

  • Sækja um

Hvernig getum við virkjað við skapandi hugsun í lífi og starfi? Þátttakendur kynnast ýmsum aðferðum sem styðjast við vísindalegar rannsóknir með það að markmiði að efla eigin sköpunarkraft og velgengni. Námskeiðið er sett saman af fræðslu, vinnustofum og verkefnavinnu með virkri þátttöku nemenda.

Á námskeiðinu er m.a. fjallað um:
-Ýmsar aðferðir úr smiðju jákvæðrar sálfræði s.s. styrkleikagreiningar og verkefni sem efla eigin sjálfsþekkingu og hamingju.
-Hvernig við getum eflt sköpunarkraftinn og skapað okkur það líf sem gefur okkur mesta orku og gleði.
-Hvernig við virkjum skapandi hugsun í lífi og starfi og vinnum úr nýjum hugmyndum.
-Ýmsar áhrifaríkar leiðir til þess að draga úr álagi og minnka streitu.

Ávinningur námskeiðsins:
– Þekking á starfsemi heilans og áhrifum álags á heilsu og líðan.
– Fleiri verkfæri í velferðar verkfærakistuna.
– Aukin sjálfsþekking og innsýn í ýmsar skapandi leiðir til þess að efla árangur.
– Meiri hæfni til þess að efla frumkvæði og sköpunarkraft.

Fyrir hverja:
Námskeiðið nýtist öllum sem hafa áhuga á að kynnast gagnreyndum leiðum til þess að virkja skapandi hugsun og sköpunarkraft til þess að efla árangur og skapa nýja möguleika.

Fyrirkomulag:
Kennt er á fimmtudögum 16:00 – 19:00.
20. nóv., 27. nóv., og 4. des.

Staðnám – Stakkahlíð 1 í Reykjavík

 

Kennari:
Steinunn Ragnarsdóttir hefur átt glæsilegan feril sem píanóleikari og verið meðal leiðandi stjórnenda í menningarlífi landsins um árabil.

Árið 2018 lauk hún þriggja ára Fellowship námi í skapandi stjórnun og stefnumótun frá háskólanum í Maryland og Executive Leadership námi frá Harvard Business School árið eftir. Steinunn hefur einnig lokið diplómanámi á meistarastigi í jákvæðri sálfræði og starfar sem stjórnunarráðgjafi og leiðbeinandi.

Hún hefur viðurkennd starfsréttindi í LEGO®SERIOUS PLAY® aðferðinni og kemur reglulega fram á alþjóðlegum ráðstefnum þar sem hún tekur þátt í umræðum og heldur m.a. erindi um skapandi stjórnun og leiðir til árangurs.

Staðsetning

Stakkahlíð 1

Tungumál kennslu

Íslenska

Umsóknarfrestur

20. nóv 2025