Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.
Skoða vefinn á ÍslenskuViðmótshönnun í Figma
Á námskeiðinu lærir þú grunnatriði viðmótshönnunar og færð verklegar æfingar í Figma, einu vinsælasta hönnunartólinu í dag. Farið verður yfir hvernig skapa má notendavæn viðmót og helstu aðgerðir skoðaðar sem nota má til að þróa hugmynd í fullhannaða frumgerð fyrir vef eða app. Námskeiðið hentar bæði byrjendum og þeim sem vilja skerpa á færni sinni í Figma.
Skipulag
Námskeiðið er 3 skipti, 3 klst. í senn.
Þriðjudaginn 14. október
Fimmtudaginn 16. október
Þriðjudaginn 21. október
kl. 16:00-19:00
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám? Sjá frekari upplýsingar : Fræðslustyrkur
Kennari
Atli Þór Árnason er grafískur hönnuður sem hefur hannað vefi, vörumerki og stafræn viðmót síðustu 14 ár, m.a. fyrir Lögregluna, Vegagerðina, Landsvirkjun, Vesturbyggð, Strætó og Sjóvá.
Hann lærði bæði margmiðlunarhönnun og grafíska hönnun í Danmörku og hefur starfað sem hönnuður hjá Vinnustofu Atla Hilmarssonar og Brandenburg. Atli var einn af stofnendum Kolofon hönnunarstofu þar sem hann starfaði sem skapandi stjórnandi í sjö ár. Auk þess hefur hann kennt stundakennslu við Lýðháskólann á Flateyri og Listaháskóla Íslands. Nú rekur hann Studio Atla & Samma ásamt Samúel Þór Smárasyni.
Atli Þór Árnason
Listaháskóli Íslands
Íslenska
13. okt 2025