Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.
Skoða vefinn á ÍslenskuÁ námskeiðinu er skyggnst bakvið tjöldin í þátttöku vinningstillögu í lokaðri samkeppni um listaverk í almannarými. Vinningstillagan ber heitið Tíðir.
Í samningum Reykjavikurborgar við lóðarhafa á uppbyggingareitum í borginni eru sett fram markmið um að ákveðinni fjárhæð verði varið í listsköpun í almannarýmum. Nýlega hefur verið settur kraftur í þessi mál og áberandi hvað opnum samkeppnum hefur fjölgað.
Samkeppnirnar eru haldnar samkvæmt samkeppnisreglum Sambands íslenskra myndlistarmanna. Samkvæmt þeim reglum eru opnar samkepnir opnar öllum myndlistarmönnum sem uppfylla skilyrði samkeppnislýsingar hverju sinni. Öðrum aðilum er aðeins heimil þátttaka að myndlistarmaður, sem sjálfur á þátttökurétt, sé ábyrgur fyrir þátttökunni.
Þrátt fyrir að samkeppni sé yfirleitt lokuð er forvalið oft opið þar sem sérstök fagleg forvalsnefnd velur takmarkaðan fjölda þátttakenda. Valdir listamenn fá fyrirframgreidda þóknun fyrir vinnuna sem fer fram á þeim tíma sem tillagan er í þróun fyrir lokaval.
Í tilefni af 100 ára afmæli miðbæjarhafnarinnar árið 2017 efndu Faxaflóahafnir til slíkrar samkeppni og vinningstillaga Huldu Rósar Guðnadóttur myndlistarmanns, Hildigunnar Sverrisdóttur arkitekts og Gísla Pálssonar fornleifafræðings bar sigur úr býtum og samþykkti stjórn Faxaflóahafna að setja upp verkið eftir að dómnefnd fagmanna hafði skilað inn ályktun sinni. Verkið minnist atvinnuþátttöku kvenna í hafnarvinnu.
Biðin eftir uppsetningu verksins hefur verið löng en skiljanleg þar sem byggingarframkvæmdum á reitnum í Vesturbugt hefur seinkað.
Á námskeiðinu gefur einn höfundanna Hulda Rós Guðnadóttir innsýn inn í feril þess að hanna slíkt verk sem byggt er á flókinni þverfaglegri samvinnu og samskiptum við mismunandi hagsmunaðila og sérfræðinga. Skyggnst verður bakvið tjöldin í hugmyndavinnu, teikningum, hönnun og fleiru.
Hvað þarf til að vinna slíka samkeppni og við hverju má búast?
Fyrirkomulag
Staðnám: Stakkahlíð 1, Reykjavík
Fimmtudag og föstudag, 6. og 7. nóv. frá 17:15 – 19:15.
Verð: 23.000,-
Fyrir hverja
Kennsluaðferðir: Fyrirlestrar og opnar umræður, dæmi úr raunveruleikanum.
Markmið:
Að nemendur:
A. Dýpki þekkingu á þátttöku í forvali í opnum samkeppnum.
B. Dýpki þekkingu á þátttöku í lokaðri samkeppni.
C. Geti unnið skipulega að þvi að senda inn eigin tillögur.
D. Skilji hvað er mikilvægt í slíkum tillögum.
E. Skilji hvaða verkfæri þeir búi yfir og ekki til þessa að geta unnið slíkar samkeppnir.
F. Skilji hvernig teymi þeir þurfa að byggja upp í þátttöku í slíkum samkeppnum.
Að loknu námskeiði skal nemandi geta:
– Skilgreint hvað þarf til að vinna slíka samkeppni.
– Skilgreint hvaða verkfæri það séu sem þeir þurfa að tileinka sér eða vera í samvinnu um.
Kennari
Hulda Rós Guðnadóttir, MA. Hulda er stundakennari í myndlistardeild Listaháskóla Islands, myndlistarmaður og vinningshafi í samkeppni Faxaflóahafna um listaverk í almannarými auk þess að hafa verið valin í lokað forval í erlendum samkeppnum.
Styrkur
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám? Sjá frekari upplýsingar: Fræðslustyrkir
Stakkahlíð 1
Íslenska
5. nóv 2025
Fáðu fréttir af nýjum námskeiðum og öðrum viðburðum.