Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.

Skoða vefinn á Íslensku

Skapandi Heimildamyndagerð

image description
  • Dagsetning

    Hefst 4. nóv

  • Verð

    120.000 kr.

  • Fyrirkomulag

    Fjarnám

  • Sækja um

Skapandi heimildamyndir – fjarnámskeið

Eru heimildamyndir alltaf hlutlausar frásagnir af raunveruleikanum?

Fyrir hverja: Þetta námskeið er ætlað öllum sem vilja dýpka skilning sinn á skapandi heimildamyndum, hvort sem þeir eru að stíga sín fyrstu skref eða hafa reynslu í faginu.

Námskeiðið er einstaklingsmiðað og ferlið mótast af markmiðum hvers og eins. Nemendur kynnast ólíkum gerðum heimildamynda í gegnum áhorf, samræður og verkefnavinnu. Fjallað verður um möguleika miðilsins, sköpunarferlið og helstu áskoranir í þróun og framleiðslu.

Við skoðum m.a.:

Gert er ráð fyrir að nemendur vinni með eigin hugmyndir og þrói þær á námskeiðinu. Að loknu námi eiga þeir að hafa unnið hugmynd sína á það stig að hægt sé að kynna hana fyrir öðrum og hefja fyrstu skref í framleiðslu.

Fyrirkomulag:

Námskeiðið samanstendur af einum sameiginlegum fjarfundi, fjórum einstaklingsfjarfundum og heimaverkefnum.

Hefst 4. nóv og lýkur 30. janúar

  • Einstaklingsfjarfundirnir dreifast yfir tímabilið
    10.–14. nóvember
    24.–28. nóvember
    12.–16. janúar
    26.–30. janúar

Kennarar:

Tinna Ottesen og Janus Bragi Jakobsson. Tinna og Janus hafa starfað við heimildamyndagerð og aðra kvikmyndagerð í fimmtán ár. Janus lærði heimildamyndaleikstjórn við Danska kvikmyndaskólann og Tinna Production Design við Danska hönnunarskólann. Hún var auk þess gestanemandi í tvö ár á heimildamyndalínu Danska kvikmyndaskólans. Þau voru listrænir stjórnendur Skjaldborgar, hátíðar íslenskra heimildamynda árin 2011–2013 og hafa kennt heimildamyndagerð á BA-stigi í Listaháskólanum. Janus hefur einnig kennt heimildamyndagerð við Kvikmyndaskólann og Háskóla Íslands.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám? Sjá frekari upplýsingar: Fræðslustyrkir

Kennari

Janus Bragi / Tinna Ottesen

Staðsetning

Fjarnám

Tungumál kennslu

Íslenska

Umsóknarfrestur

7. nóv 2025