Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.
Skoða vefinn á ÍslenskuÍ þessum masterclass öðlast nemendur nauðsynlega undirstöðu í kórstjórn.
Í því felst að undirbúa kórverk, með eða án undirleiks, og stjórna flutningi þeirra.
Nemendur öðlast tæknilega færni og þekkingu til að túlka og móta tónlistina á skýran hátt með tilliti til stíls, textainnihalds og stemmingar, ásamt þekkingu á uppbyggingu kórastarfs, skipulagi kóræfinga, raddmótun og viðeigandi verkefnavali.
Farið er í mótun og túlkun kórverka frá mismunandi tímabilum.
Áhersla er á yfirferð á kórefni í mismunandi stíltegundum, sem nemendur öðlast æfingu í að stjórna.
Farið er í uppbyggingu kóræfinga og raddmótun.
Skipulag:
Námskeiðið er kennt á mánudögum kl 16:00 – 18:30 í Langholtskirkju.
3. nóvember – 8. desember.
Námskeiðinu lýkur með tónleikum þann 12. desember.
Forkröfur:
Almenn tónlistarkunnátta og nótnalestur
Hæfniviðmið:
Í lok námskeiðisins á nemandi að:
Kennari:
Magnús Ragnarsson er listrænn stjórnandi tónlistarstarfs Langholtskirkju.
Magnús stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík, Tónskóla Þjóðkirkjunnar og Tónlistarháskólann í Gautaborg.
Þá stundaði hann framhaldsnám í kórstjórn hjá Stefan Parkman við Háskólann í Uppsölum.Magnús starfar sem organisti í Langholtskirkju og stjórnar Kór Langholtskirkju, sem er 32 manna kór með menntuðum tónlistarmönnum.
Hann hefur stjórnað Söngsveitinni Fílharmóníu frá janúar 2006, Hljómeyki árin 2006–2012 og Melodiu-Kammerkór Áskirkju 2007-2017.
Hann kennir kórstjórn við Tónskóla Þjóðkirkjunnar og Listaháskóla Íslands og starfar sem kórstjóri við Íslensku Óperuna.
Hann hefur stjórnað ballettum og kammeróperum, stjórnað Lutoslawski-Fílharmóníuhljómsveitinni í Póllandi og átt farsælt samstarf við Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Magnús hefur unnið til verðlauna með kórunum sínum í Florilège Vocal de Tours, Llangollen í Wales, Arezzo á Ítalíu og Béla Bartok-kórakeppninni í Ungverjalandi þar sem hann fékk sérstök verðlaun fyrir besta flutning á nútímaverki.
Hann var tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2015 fyrir flutning á Þýsku sálumessunni eftir Brahms og 2016 var hljómdiskur Melodiu undir hans stjórn tilnefndur sem plata ársins.
Langholtskirkja, Sólheimum 13-15, 104 Reykjavík
Íslenska / Icelandic
27. okt 2025