Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.
Skoða vefinn á ÍslenskuÍ námskeiðinu kynnast þátttakendur hugtökum um nám og kennslu á háskólastigi. Farið verður yfir námskenningar og hugmyndir um námsmat og hvernig má endurskoða eigin námskeið út frá þeim. Mikil áhersla verður lögð á samtal og að þátttakendur rýni í eigin reynslu af kennslu og skoði tengsl kennslu og rannsókna.
Námskeiðið er til 5 ECTS eininga á meistarastigi.
Í lok námskeiðs verði fjallað um aðferðir til þess að skoða eigið starf og kennsluhætti og verður þeim sem lokið hafa námskeiðinu boðið að taka þátt í vinnuhópi fastráðinna kennara um Starfendarannsóknir. Starfendarannsóknarhópurinn hittist mánaðarlega og sjáum við fyrir okkur að þetta upplegg kennslufræðinámskeiða og starfendarannsóknahópa eigi til framtíðar litið eftir að styðja og styrkja kennsluþáttinn í starfi fastráðinna akademískra starfsmanna skólans og efla gæði þessarar kjarnastarfsemi skólans sem listmenntun á háskólastigi er.
Hæfniviðmið:
Við lok námskeiðs ættu þátttakendur að:
Kennsla fer fram í Stakkahlíð eftirtalda þriðjudaga frá kl 9:20-12:10: 16. september, 30. september, 14. október, 28. október, 11. nóvember, 25. nóvember.
Hæfniviðmið:
Við lok námskeiðs ættu þátttakendur að:
geta rýnt í eigin starfshætti í kennslu og lagt mat á eigin kennslu og kennslu jafningja
geta nýtt sér fræðilegar hugmyndir og rannsóknir um nám nemenda á háskólastigi
geta valið á milli ólíkra kennslunálgana til að beita í eigin kennslu
tekið þátt í faglegum umræðum og haft skoðanir á kennsluháttum á háskólastigi
Guðbjörg R Jóhannesdóttir
ice
12. sep 2025