Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.

Skoða vefinn á Íslensku

Láttu heyra í þér! Námskeið í raddbeitingu

image description
  • Dagsetning

    2. og 9. september - 19:00-21:00

  • Verð

    45.000 kr.

  • Fyrirkomulag

    Staðnám

  • Sækja um

Láttu heyra í þér! Námskeið í raddbeitingu.

Fyrir alla sem eru að nota röddina sína í vinnu eða einkalífi og vilja læra aðferðir til að nota röddina betur.
Anna María hefur haldið þetta frábæra námskeið við miklar vinsældir í Danmörku.
Ertu að tala á fundum, halda fyrirlestur, syngja í kór? Viltu láta heyrast betur í þér? Viltu kynnast röddinni þinni  betur? Á námskeiðinu ætlum við að vinna með það að kynnast röddinni okkar upp á nýtt, í öruggu rými, með leikgleði að leiðarljósi, allar æfingar fara fram í hópum.

Námskeiðið er fyrir alla, óháð bakgrunni.Unnið verður með spennulosun tengda röddinni og raddbeitingu, léttar söngæfingar en mesta kennslan fer fram í gegnum hópæfingar og skapandi vinnu.
Eftir námskeiðið ættu nemendur að hafa kynnst röddinni sinni á nýjan hátt, öðlast meira hugrekki til að syngja, tala og nota röddina sína almennt.

Kennsludagar:
Þriðjudagar – 19:00 – 21:00

Námskeið verður haldið  2. og 9. september
Anna María Björnsdóttir er stundakennari í Listaháskólanum og kennir þar raddspuna. Einnig er hún söngkona, lagahöfundur, heimildarmyndagerðakona og hefur unnið mikið með spuna. Hún er með meistaragráðu í tónlistarkennslufræðum frá Árósarháskóla í Danmörku.

Leiðbeinandi:
Anna María Björnsdóttir er stundakennari í Listaháskólanum og kennir þar raddspuna. Einnig er hún söngkona, lagahöfundur, heimildarmyndagerðakona og hefur unnið mikið með spuna. Hún er með meistaragráðu í tónlistarkennslufræðum frá Árósarháskóla í Danmörku.

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám? Sjá frekari upplýsingar : Fræðslustyrkur

Staðsetning

Stakkahlíð 1, 105 Reykjavík

Tungumál kennslu

Íslenska / Icelandic

Umsóknarfrestur

2. sep 2025