Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.
Skoða vefinn á ÍslenskuNámskeiðið veitir hagnýta yfirsýn yfir lykilatriði verkefnastjórnunar með áherslu á skapandi greinar. Nemendur kynnast aðferðum og verkfærum sem nýtast við þróun, skipulag og framkvæmd skapandi verkefna – hvort sem um er að ræða sýningar, viðburði, kvikmyndagerð, sviðsverk, hönnunarverkefni eða aðra listræna framleiðslu.
Lögð er áhersla á verkefni sem krefjast samstarfs ólíkra fagstétta og þarf að halda utan um tímaáætlun, fjárhagsáætlun og samskipti. Nemendur fá tækifæri til að vinna með eigin hugmyndir eða þróa verkefni í hóp og nýta raunhæf verkfæri til að skipuleggja framvinduna.
Fyrir hverja
Námskeiðið hentar nemendum í list- og hönnunargreinum, sviðslistum, kvikmyndagerð og tengdum greinum, sem vilja styrkja færni sína í að móta og framkvæma eigin verkefni.
Kennsluaðferðir:
Fyrirlestrar, umræðutímar, dæmi úr raunverulegum verkefnum og hópavinna. Gestafyrirlesarar úr faginu koma með innsýn í eigin reynslu.
Markmið:
Að nemendur:
– tileinki sér grunnatriði verkefnastjórnunar og geti unnið skipulega að eigin verkefnum
– skilji mikilvægi áætlunargerðar, samskipta og eftirfylgni í skapandi ferlum
– geti beitt hagnýtum verkfærum til að greina, skipuleggja og framfylgja verkefnum
Að loknu námskeiði skal nemandi geta:
– Skilgreint verkefni, sett fram markmið og mótað verk- og tímaáætlun
– Gert einfalda fjárhagsáætlun og greint lykilhagsmunaaðila
– Nýtt verkfæri verkefnastjórnunar á borð við Gantt-töflur, verkefnalista og metið áhættuþætti
– Unnið í teymi og miðlað verkefnahugmyndum á skýran og sannfærandi hátt
Fyrirkomulag:
2 klst., tvisvar í viku í 3 vikur.
Á mánudögum og miðvikudögum milli 16:00 og 18:00.
Hefst 10. nóvember og lýkur 26. nóvember.
Kennari:
Sigríður Hallgrímsdóttir. Sigríður er með MBA og meistaragráðu í verkefnastjórnun og hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu þar sem hún hefur leitt fjölbreytt verkefni á sviði skapandi greina, viðskipta og samfélagsverkefna. Hún sameinar fræðilega þekkingu og hagnýta nálgun, með áherslu á að styrkja nemendur í að skipuleggja og framkvæma eigin verkefni á markvissan hátt.
Sigríður Hallgrímsdóttir
Stakkahlíð 1
Íslenska
7. nóv 2025
Fáðu fréttir af nýjum námskeiðum og öðrum viðburðum.