Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.

Skoða vefinn á Íslensku

Skrjabín: Tónlist, dulhyggja og logandi hugarheimur

image description
  • Dagsetning

    24. og 31. janúar

  • Verð

    11.500 kr.

  • Fyrirkomulag

    Staðnám

  • Sækja um

Jónas Sen, píanóleikari, tónlistargagnrýnandi og kennari, hefur í áratugi verið áberandi í íslensku tónlistarlífi. Hann lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og stundaði framhaldsnám í París og London áður en hann hóf fjölbreytt störf á Íslandi við kennslu, píanóleik, sjónvarp og skrif um tónlist.

Tengsl Jónasar við Skrjabín ná langt aftur: hann hefur flutt verk hans víða og á fyrsta geisladisknum frá 1993 leikur hann þriðju píanósónötuna. Fjórtán ára gamall flutti hann fjórðu sónötuna á fyrirlestri Guðspekifélagsins — reynsla sem kveikti varanlega hrifningu á dulrænum og yfirskilvitlegum tónheimi Skrjabíns.

Í fyrirlestrinum, sem verður í tveimur hlutum, fjallar Jónas um hvernig dulhyggja og guðspeki mótaði síðari tónsmíðar Skrjabíns — um tengingu lita og tóna, hugmyndir um kosmíska umbreytingu og leitina að mystískri uppljómun. Fjölmörg tóndæmi af plötum verða leikin, svo áhorfendur fái sem skýrasta innsýn inn í þessa óviðjafnanlegu tónlist. Verk Skrjabíns verða þannig eins konar innvígsla í hugarheim þar sem tónar, ljós og trúarhugmyndir renna saman í eina logandi heild.

Dagsetningar: 24.janúar og 31.janúar
Kl. 13-15

Kennari

Jónas Kweiting Sen

Tungumál kennslu

ice

Umsóknarfrestur

24. jan 2026