Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.
Skoða vefinn á ÍslenskuÁ þessu námskeiði fræðumst við um raddbeitingu og hvernig sé best að tileinka sér heilbrigða nálgun á henni.
Við förum lauslega í líffræði raddarinnar, vöðvastarfssemi, hvers vegna loftflæði skiptir máli sem og líkamsstaða.
Við munum einnig skoða afleiðingar slæmrar raddbeitingar sem getur haft skaðleg áhrif á raddböndin og hvað lífsvenjur okkar hafa að segja í því samhengi.
Í lok námskeiðs hefur nemandi betri skilning á eðli raddarinnar, hvað hún er og hvernig hún virkar, hvað er „gott“ fyrir röddina og hvað er „slæmt“.
Engar forkröfur – Námskeiðið er ætlað öllum áhugasömum um söng og raddbeitingu.
Leiðbeinandi námskeiðsins er Grammy-verðlaunahafinn Dísella Lárusdóttir.
Dísella hefur unnið hvern listrænan sigurinn á fætur öðrum sem söngkona og hefur unnið að mestu við Metropolitan-óperuna í New York á sínum starfsferli.
Söngur hennar hefur hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda, til að mynda í stórblaðinu New York Times sem hrósaði henni fyrir fádæma nákvæmni í bland við magnaða túlkun.
Hún hefur einnig láti til sín taka á óperusviðinu í Evrópu á síðustu árum og komið víða fram sem einsöngvari á tónleikasviði, meðal annars í Carnegie Hall í New York og Disney Hall í Los Angeles.
Dísella útskrifaðist með Mastersgráðu í söng og söngkennslufræðum frá Westminister Choir College of Rider University árið 2005. Hún kenndi í nokkur ár í Bandaríkjunum þar til söngurinn tók alfarið við um stund.
Hún hefur nú starfað sem kennari hjá Listaháskóla Íslands síðan 2020 og starfar einnig við Söngskólann í Reykjavík.
Styrkur
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Hjördís Elín Lárusdóttir
Stakkahlíð 1, 105 Reykjavík
Íslenska / Icelandic
20. mar 2025