Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.

Skoða vefinn á Íslensku

Námskeið í píanóleik

image description
  • Dagsetning

    3. & 10. apríl

  • Verð

    20.000 kr.

  • Fyrirkomulag

    Staðnám

  • Sækja um

Námskeiðið er byggt upp sem hefðbundið klassískt hljóðfæranám í opnum einkatímum.

Námskeiðið er ætlað píanónemendum á háskóla-, framhalds- og miðstigi.

Lögð er áhersla á tækniþjálfun, góðan flutning, ásamt þekkingu á mismunandi tónlistarstílum. Nemendur þjálfast í að koma fram og taka við leiðbeiningum frá kennurum.

Hæfniviðmið:

Í lok námskeiðis munu nemendur hafa aukinn skilning á eftirfarandi:

  • Tónlistarflutning, þekking og innsæi í mismunandi tónlistarstíla
  • Tækniþjálfun í píanóleik
  • Þjálfun í að koma fram og flytja verk fyrir framan hóp

Kennarar:

  • Edda Erlendsdóttir
  • Dr. Nína Margrét Grímsdóttir
  • Erna Vala Arnardóttir
  • Peter Máté

Kennslutungumál:

Íslenska og enska

Staðsetning:

Húsnæði LHÍ í Skipholt 31, Dynjandi og Flyglasalur

Kennsludagar:

Fimmtudaginn 3. apríl kl. 17:00 – 20:00
Fimmtudaginn 10. apríl kl. 17:00 – 20:00

Kennslufyrirkomulag:

Hver þátttakandi fær tvo 20 mínútna kennslutíma

Samvera:

Léttar veitingar og samverustund í lok námskeiðs.

Námsmat:

Virkni í tímum og tónlistarflutningur. Virkir þátttakendur fá viðurkenningarskjal og skriflega umsögn leiðbeinenda.

Fyrir hverja er námskeiðið:

Virkir þátttakendur á háskóla-, framhalds- og miðstigi.

Forkröfur:

Námskeiðið er ætlað nemendum á háskóla-, framhalds- og miðstigi í píanóleik. Vinsamlegast tilgreinið stig, kennara og tónlistarskóla í umsókn.

Kennari

Kristjana Stefánsdóttir

Staðsetning

Skipholt 31, Dynjandi & Flyglasalur

Tungumál kennslu

Íslenska & English

Umsóknarfrestur

30. mar 2025