Automatic translation by Google Translate.We cannot guarantee that it is accurate.
Skoða vefinn á ÍslenskuFrá bók í bíó
Masterclass með Óskari Þór Axelssyni Leikstjóra.
Tryggðu þér sæti á þennan á Masterclass þar sem einn af okkar fremstu leikstjórum miðlar sinni einstöku þekkingu og reynslu af aðlögun bókmenntaverka að kvikmyndum og hvernig hugmynd verður að veruleika!
Margar af bestu kvikmyndum sögunnar eru aðlaganir á bókmenntaverkum.
Hver eru helstu atriði til að hafa í huga til að aðlögun bókmenntaverka að kvikmyndum heppnist sem best?
Hvað er það sem helst aðskilur þessa ólíku miðla? Hvers vegna er viðkvæðið „Tja, bókin var nú betri“ svona algengt? Er eðlilegt að gera sömu kröfur til svo ólíkra miðla?
Óskar Þór Axelsson hefur leikstýrt mörgum kvikmyndum og sjónvarpsseríum þar sem byggt er á áðurútgefnum skáldverkum. Í sumum tilfellum skrifaði Óskar líka handritin en öðrum vann hann með handritshöfundum að aðlöguninni.
Á námskeiðinu mun Óskar m.a. ræða sína eigin reynslu af aðlögunarferli ólíkra verkefna og bera saman dæmi úr báðum miðlum.
Þá er gert ráð fyrir að 1-2 gestir sem Óskar hefur unnið með eða hafa komið að aðlögun skáldverka að öðrum kvikmyndum, komi og spjalli við þátttakendur.
Þessi Masterclass er fyrir alla, óháð reynslu eða bakgrunni, sem hafa áhuga á bókmenntum, kvikmyndalist og miðlun.
Óskar er með BA í Almennri bókmenntafræði frá HÍ og MFA í kvikmyndagerð frá New York University.
Óskar Þór Axelsson
Styrkur
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám? Sjá frekari upplýsingar : Fræðslustyrkir
Stakkahlíð 1, 105 Reykjavík
Íslenska / Icelandic
2. maí 2025